Monday, December 8, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 8. desember

8. desember

Það er óþarfi að geyma fram á síðustu stund að þvo dúka og gluggatjöld og því ágætt að gera það í dag. Kvöldinu verjum við með börnunum og rifjum gjarnan upp jólasálma með þeim eldri en kennum þeim yngri. 

--------


Gardínur eru ofmetnar. Stórlega. 

Ég á semsagt frí í dag, en ég greindi einmitt frá slæmu gardínuóþoli mínu hér í fyrra. Í stuttu og endursögðu máli, ég á engar gardínur til þess að þvo. Ekki dúka heldur. Bara glugga til að pússa. 


Menn troða nú í sig graut þrátt fyrir lasleika. 

En ég á veikt barn, með hor og slef - í bókstaflegri merkingu. Slík stemmning merkir náttfatadagur. Án maskara og með toppinn í tagli eins og Mía litla. Er líklega búin að innbyrða 7000 hitaeiningar frá hádegi, en ég hef að mestu séð um að sópa upp afmælisafganga gærdagsins. Dugleg stelpa. 


Þessir jólasveinar skipa sérstakan stað í hjarta mér og eru mitt uppáhalds jólaskraut. Þá teiknaði Almar Blær þegar hann var sex ára gamall. Bræðurna alla, Grýlu, Leppalúða og Jólaköttinn. Þau eru alltaf "á snúrunni" öll jólin

Jólasálmarnir mæta líka afgangi. Almar Blær kom reyndar í kaffi með þrjá vini sína áðan og ég rifjaði upp fyrir þá nokkrar velvaldar barnasögur af honum - já og sýndi handverk. Hefði kannski frekar átt að fara með sálma að hans mati. 

No comments:

Post a Comment