Sunday, December 7, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 7. desember

7. desember

Í dag kveikjum við á öðru kerti aðventukransins og öll fjölskyldan skrifar jólapóstinn sinn. Það sakar ekki að eiga eitthvað til þess að narta í meðan setið er við skriftir. 

--------

Hvað á að núa manni þessum jólapósti mikið um nasir? Nei, ég bara spyr?

Við héldum afmæli í dag og höfðum jú svo sannarlega eitthvað til þess að narta í. Hér eru svipmyndir frá deginum. 



Afmælisbarnið með "litla sinn". Bríet er óendanlega dugleg að druslast með hann daginn út og inn. 


Þessir eru flottir - strákarnir mínir og afi Oddur. 


Ég tárast alveg yfir þessum dásamlega hóp sem ég á - finnst stundum svo óskiljanlegt að ég eigi þessi fjögur heilbrigðu, duglegu og fallegur börn. Ekkert, ekkert er mikilvægara í gervöllum heiminum. 


"Ljósið"


Stubbur að máta jólabuxurnar frá Jónu ömmu á Eski. 


Heimsmálin krakkar...


...geta bara verið frekar spaugileg. 



Í dag var megrunarlausi dagurinn. 


Haffi frændi, Kristófer frændi og Emil. 


Þessar tvær. Þær eru frekar mikið uppáhalds hjá mér. 


Mamman mín. 

Góður dagur að baki. Svo mikið huggó að eiga afmæli á aðventunni. 

No comments:

Post a Comment