Saturday, December 6, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 6. desember

6. desember

Eldhússkáparnir eru á dagskrá og ef einhver tími er aflögu þegar allt er komið í röð og reglu í þeim má líta í bækur og blöð til að finna uppskriftir af smákökum til þess að baka eftir helgina. 

--------

Þá eru það eldhússkáparnir. Ég verð að gera afar slæma játningu. Ég er búin að taka þá í nefnið. Alla. Sem og alla aðra skápa og skúffur heimilisins. Mikið agalega vildi ég vera laus við að finna mig knúna til þess að vera alltaf með þetta innra skipulag.

Hefur fylgt mér alla tíð. Kannski af því ég fylgdist með mömmu með þvegilinn og tékklistann á lofti hér í denn. Eldhússkápar - tékk. Veggir í svefnherbergi - tékk. Gardínur í stofu - tékk. Loft í gangi - tékk. 

Ég er reyndar ekki svo slæm, en allt að því. Finnst bara svo agalega gott að hafa allt í röð og reglu í skápunum. Er þó hægt og bítandi að reyna að venja mig af þessari áráttu.En, dagurinn okkar helgast afmælisundirbúningi heimaSÆTUNNAR sem fram fer á morgun með smákökubakstri og fleira tilheyrandi. 

Sæl að sinni.  

No comments:

Post a Comment