Saturday, December 20, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 20. desember

20. desember

Nú er jólagjafainnkaupum að mestu lokið og nú pökkum við inn gjöfum og skreytum pakkana. 

--------Þessi dressaði sig upp fyrir bæjarferð. 


Já, já. Þetta er nú að mestu komið. Fórum einmitt í Egilsstaði í dag og klárðum það síðasta. Fengum einnig í láni pínuponsulítið jólatré sem er algerlega í takt við íbúðina okkar. Meira um það á morgun. 


Já ég veit, mamma segir líka að skriftin mín sé gersamlega ólæsileg. 


Annars langar mig að hrósa í þessari færslu. Versluninni VILA í Kringunni og Smáralind. Eða starfsfólki verslananna öllu heldur. 

Það er stundum bras að búa út á landi þegar kemur að fatainnkaupum. Oft er allskonar fallegt til í heimabyggð en stundum langar manni bara í eitthvað allt annað. Sel ég þá úr mér nýra til þess að eiga fyrir flugi í höfuðborgina og komast í búðir? Nei, ég versla á netinu. 

Það er líka stundum bras, sérstaklega þegar fólk er eins og ég. Oftar en ekki skipti ég um skoðun þegar ég hef þegar ég hef fjárfest í einhverju. Þarf að skila og/eða skipta. Er drottning alls slíks vesens.

Eníveis. VILA. Stelpurnar þar eru alltaf eins og jarðneskir englar. Hafa botnlausa þolinmæði fyrir allskonar fígúrugangi landsbyggðarinnar. Senda mér stundum litla miða með pökkunum og í haust laumuðu þær með regnhlíf í kaupbæti. 

Ég toppaði sjálfa mig í síðustu viku. Datt ekki í hug að bón mín myndi verða samþykkt. 

Pantaði mér semsagt gallabuxur frá þeim síðsumars, svona þegar ég var rétt gengin saman eftir barnsburð. Eða varla. Ráðfærði mig gegnum síma við eina af stelpunum og saman ákváðum við að ég myndi mjókka svo rosalega hratt og mikið að ég gæti hæglega tekið Barbie-stærð af buxum. Ekki svo mikil vandræði, myndi barnið ekki drekka þetta af mér á nóinu? Það héldum við nú. 

Ekki veit ég af hverju mér datt það í hug. Það er ekki eins og Emil sé mitt fyrsta barn og hafa hin þrjú drukkið mig mjóa? Nei, það hafa þau ekki. Ef eitthvað er þá hef ég alltaf bætt á mig í fæðingarorlofinu, allt gersamlega í mínu eigin boði. 

En þarna í sumar var ég búin að steingleyma þessu öllu. Pantaði buxurnar og ekki einar, heldur tvo liti. Til þess að eiga nú til skiptanna sjáiði til. 

Ha, hvað segiði? Pössuðu þær? Nje, ekki alveg. 

Barnið búið að drekka af mér kílóin núna, sex mánuðum seinna? Nje, ekki alveg. 

Hvað átti ég að gera? Láta þær hanga inn í skáp og bíða eftir að ég mjókkaði í þær? Nei. Ég gat ekki lengur horft á þessar buxur rykfalla. Jú, ég reyndi að troða mér í þær. Kom þeim upp, en lengra náði það ekki. 

Ríng, ríng; "Halló. Ég er með smá vesen, bara pínulítið..."

Ekki svo mikil vandræði í VILA frekar en fyrri daginn. Viðurkenndi slaka framtíðarsýn og miðilshæfileika mína og afgreiðslustúlku. Ekki hafði þó vantað bjartsýnina!

 Þar sem um "beisik-vöru" er að ræða, buxur sem koma aftur og aftur, þá mátti ég bara senda þær og fá aðra stærð um hæl. Sem ég get þá mögulega hneppt utan um bumbuna á mér. 

Þær eru komnar í hús, ferlið tók ekki nema þrjá daga, fram og tilbaka. Þetta kalla ég góða þjónustu, enda segi ég frá því hvar sem ég kem, öllum sem vilja og ekki vilja. 

Áfram VILA!


No comments:

Post a Comment