21. desember
Nú er vel við hæfi að fara í snyrtingu og klippingu fyrir þá heimilismeðlimi sem þess þurfa.
--------
Við erum löngu búin að þessu sko. Þessar klippingar hér að ofan eru á áætlun á nýju ári. Jibbíkóla.
Annars þykir mér 21. desember alltaf svo sérstakur dagur - stysti dagur ársins, sumarsólstöður. Frá og með morgundeginum fer dagurinn að lengjast og sólin að hækka á lofti.
Hér má sjá örlítið brot gjafa, en við búumst við stórflóði þetta árið þar sem öll börnin okkar verða í húsi á aðfangadag.
Í kvöld skreyttum við svo það minnsta jólatré sem við höfum nokkru sinni haft á okkar heimili. Við erum alltaf með lifandi tré, mér finnst annað ekki spennandi.
Í ár, í dúkku-íbúðinni okkar og með Emilsbarnið á fullu gasi í göngugrindinni, sáum við hins vegar ekki ljósið í því að hafa alvöru tré. Fengum því lánað oggulítið gerfitré sem við skelltum upp á borð. Sá stutti verður hrifinn þegar hann vaknar í fyrramálið, maður lifandi!
No comments:
Post a Comment