Tuesday, December 23, 2014

Jólaalmanak heimilisins - 23. & 24. desember

23. desember

Nú fer öll fjölskyldan í bæinn og nýtur jólastemmingarinnar og hittir gamla kunningja. 

24. desember

Nú gætum við að því að nóg sé til af brauði og mjólk yfir hátíðirnar, leggjum á borðið og bíðum eftir að klukkan verði sex. 

--------

Jæja krakkar, þá er bara að koma að þessu ölllu saman.


Þessi er ansi mikið elskaður!

Við vorum á pari við planið í dag, fórum í "bæinn", versluðum síðustu nýlenduvörurnar, hittum allskonar fólk og kíktum á kaffihús. Við Almar Blær létum okkur svo ekki vanta í Þorláksmessuskötuna, en það er besta máltíð ársins að mínu mati. 


Þessar elskur voru svo að detta í hús - jól í plastboxi. Skotnar og hamflettar af bræðrum mínum. Get ekki beðið eftir að skella þeim á pönnuna á morgun og finna lyktina, en engin lykt er jólalegri en af rjúpunum snarkandi á pönnunni á aðfangadag.


P.s. Er enn að klóra mér í hausnum yfir gjöfum sem móðir mín og Jóhanna Seljan vinkona mín færðu mér sama daginn fyrir nokkru. Annars vegar blómið Jólastjarna og hins vegar laukur sem á að blómstra og verða Hýasinta.

Höfum það á hreinu að þetta eru þær tvær manneskjur í lífi mínu sem þekkja mig hvað best. Af hverju dettur þeim þá í hug að gefa mér blóm. Báðum? Ég drep öll blóm.

Það var ekkert öðruvísi í þetta skiptið. Stjarnan orðin allsber og laukurinn hefur ekki sýnt blómið. Bára komin í bleyti og mæjónesan orðin gul. 

Kæru vinir, gleðileg jól. Njótið. 

No comments:

Post a Comment