Ég íhugaði alvarlega að fara að sofa klukkan fimm í gærdag, svo spennt var ég fyrir morgunmat dagsins í dag - Kanildöðlubomba, samkvæmt plani. Kanill og döðlur undir sama hatti, það þarf ekki meira til að gera mig hamingjusama.
2 lífræn egg eða 20-40 g möndlur (ég valdi eggin)
1 msk kókosolía*
1 bolli vatn eða kókosmjólk (ég setti kókosmjólk í dag af því ég var að ærast úr spenningi)
1 banani
2 msk lífrænt möndlusmjör
3-4 döðlur
kanill eftir smekk
klakar eftir smekk
vatn eftir smekk
*Það hefur komið í ljós að kókosfitan eykur brennslu í líkamanum og gefur aukna orku til að takast á við daglegt líf. Fólk hefur losað sig við mörg kíló við það eitt að taka inn tvær til fjórar matskeiðar af kókosolíu án þess að breyta öðru í mataræði sínu. (30 dagar - leið til betri lífsstíls, bls 39)
Hann var dásamlegur. Kanill, döðlur og 10 klakar. Svolítið eins og að drekka jólin,
Hér má sjá blörraðan Emil minn í baksýn, við æfingar á að koma Cheeriosi sjálfur í munninn sinn. Það gengur ekki vel, týnist alltaf í því svartholi sem lófinn er. Líka sálfræðinginn minn, Dr. Phil, eða allavega konuna hans.
No comments:
Post a Comment