Ég hef nú nærst samkvæmt hinu heilaga orði í átta daga. Átta heila daga án þess að drekka kaffi. Ó lord! Án þess að borða mjólkurvöru, sykur, glútein og ger, unna matvöru og pakkamat eða svinakjöt. Áfengi, einnig algert nónó.
Fyrsti kaffibollinn eftir fráhald verður líklega afar dásamlegur.
Ég hafði svosem ekki gert mér mikla hugmynd um hvernig mér gengi eða liði með þetta allt saman, en ég verð þó að segja að raunin hefur reynst mér mun léttari en ég þorði að vona. Þó svo ég sakni þess að fá mér kaffi er ég komin yfir kaffileysishausverkinn og ég held að félagslegi þáttur kaffidrykkjunnar vegi mun þyngra en öll löngun.
Mér líður mjög vel og finn almennt ekki fyrir því að mig langi í sykur, brauð eða nokkuð annað af bannlistanum. Eins og ég hef áður sagt held ég að það sé vegna þess að ég borða það reglulega að ég hef án gríns ekki fundið svengdartilfinningu síðan þarsíðasta sunnudag.
Þriggja mánaða gömul mynd af þessum tveimur.
Mamma. Þrátt fyrir almennan stuðning hennar í þessu, þá þykir henni þetta nokkur fígúrugangur heyrist mér. Í það minnsta ef ég legg saman setningar á borð við þessar sem hafa flogið frá henni síðustu daga;
"Getur einhver haldið þetta út í heilan mánuð?"
"Ég heyrði nú bara af rannsókn um daginn þar sem var sagt að það væri beinlínis lífshættulegt að vera án þess að fá glútein."
"Getur ekki verið hættulegt að borða svona mikið af fræjum? Það er eins og mig minni að einhver maður hafi bara fengið gat á innyflin, þau eru svo beitt."
Ok mamma mín. Ég efast að ég hljóti beinan skaða af þessum mánuði sem ég held mig frá ofantöldu. Stórefa það reyndar. Ef þið hafið rekist á þessar umræddu rannsóknir og fréttir, þá kannski sendið þið á mig linka.
En, þið sem eruð að hugsa um að prófa - bara góforit! Það er frábært að endurstilla líkamann og gefa honum smá frí frá öllu því sem við erum almennt að bjóða honum upp á.
Velgengni til ykkar frá mér.
No comments:
Post a Comment