Sunday, June 5, 2016

2



Þessi dæmalaust dásamlega mannvera á afmæli í dag, en Emil er tveggja ára hvorki meira né minna. Það er erfitt að hafa hann ekki hjá sér á þessum stóra degi til þess að vekja hann með gjöfum og söng og stjana svo við hann í allan dag, en við höldum honum ærlega veislu um næstu helgi í staðinn.

Emil er ótrúlega skemmtilegur og ljúfur strákur, ég hélt á tímabili að hann yrði allt öðurvísi en systkini sín, en í dag er hann orðinn ljúfur sem lamb - einstaklega blíður, góður og kurteis. 

Emil á einstakt samband við Gogga sinn, lítinn bangsa úr IKEA sem hann tók ástfóstri við afar snemma og þeir hafa gengið í gegnum súrt og sætt saman. 

Ég hef aldrei séð eins sterkt samband á milli barns og bangsa, en hann sleppir Gogga aldrei úr augsýn, þeir fara saman á leikskólann, út að leika í rigningu, í sund og bað svo að eitthvað sé nefnt. 

Ég hyggst skrifa bók um þá félaga einhvern daginn, helst sem allra fyrst, þeir eiga það svo sannarlega skilið.  

Hér koma nokkrar myndir frá árunum tveim og þessum litla mola sem gefur svo mikið. 



Hann var settur á þjóðhátíðadaginn 17. júní 2014. 



Vika 38. 



Flýtti sér í heiminn og mætti til leiks 5. júní. 




Fyrstu bleiuskipti. 



Mömmuknús á sjúkrahúsinu í Neskaupstað. 



Kominn heim í hópinn sinn. 



Fyrsta baðið heima. 






Fyrstu jólin. 



Ég tók myndir af honum fimmta hvers mánaðar fyrsta árið. 



Með mömmu í Atlavík sumarið 2015. 



Á fótboltamóti á Húsavík, sumarið 2015. 




Félagarnir úti í snjónum í vetur. 



Lífið mitt - fjölskyldan mín mínus Almar Blæ. 



Goggi kann að meta kodda og mjólk. 



Allt sem ég á! Fermingardagur Bríetar, 24. mars 2016.




Ljósmynd: Bríet.



Ljósmynd: Bríet. 



Emil&Goggi. Vor 2016.



Heltjan mín - Emil performar á fyrstu vorhátíð sinni í Lyngholti, þar sem börnin skemmtu foreldrum, ömmum, öfum og öðrum aðstandendum fyrir fullum garði. 



Til hamingju ljósadýrðin mín!


No comments:

Post a Comment