Friday, June 3, 2016

GullabúiðLoksins, loksins. Eftir áralanga leit fann ég loksins "take away" bolla fyrir kaffið mitt, en ég hef aldrei rekist á neinn sem mig langar almennilega í.

Hann fann ég í uppáhaldsbúðinni minni á öllu landinu og þó víðar væri leitað - Gullabúinu á Seyðisfirði, en það eru snillingarnir Halldóra Malin og Maggý sem eiga hana og hafa þar skapað sannkallaða ævinrýraveröld.

Ekkert annað nafn hæfir búðinni betur, en mér líður alltaf eins og í gullabúunum mínum forðum daga, svo heilluð er ég í hvert skipti sem ég kem þangað.

Á morgun fagna þær stöllur þriggja ára afmæli Gullabúsins og verða af því tilefni með 20% afslátt af öllum vörum.

Mikið verður um almennar dýrðir á Seyðisfirði alla helgina, en Verzlanafjelag Seyðisfjarðar verður stofnað með miklu húllumhæi, götugrilli og dj-partýi undir berum himni, je minn hvað ég hlakka til!

Allavega, ég mæli með því að þið kíkið við í Gullabúinu því það þarf ekki að leita lengra eftir gjafavöru nú eða þá fylgihlutum fyrir heimilið.
No comments:

Post a Comment